Velkomin á LitaSköpun 

LitaSköpun er kennsluvefsíða tileinkuð litun á textíl – þar sem sköpunargleði, litagleði og fræðsla mætast! Hér lærir þú hvernig á að umbreyta einföldum bolum og efnum í einstök listaverk með fjölbreyttum litunaraðferðum eins og kúlugraffíti, litasköfun og vaxlitaprenti. Hvort sem þú ert nemandi, kennari eða áhugasamur um textíl færðu hér: 

- Skref fyrir skref leiðbeiningar

- Hugmyndir að verkefnum

- Innblástur til að gera þitt eigið

- Sjálfbærar og umhverfisvænar lausnir

LitaSköpun er námsverkefni þar sem litir og sköpun fá að blómstra. Kíktu á verkefnin, pófaðu að lita.

Aðferðir

Kúlugraffíti

Litasköfun

Vaxlitaprent

„LitaSköpun er þar sem hugmyndir verða að mynstri.“

Um LitaSköpun

LitaSköpun er kennsluverkefni og hugmyndasafn þróað af Ernu Rafnsdóttur, með áherslu á skapandi textílaðferðir í menntun. Markmið verkefnisins er að styðja við listræna og gagnvirka kennslu, með áherslu á endurnýtingu, sjálfbærni og sköpunarfrelsi nemenda.
Erna hefur unnið að því að þróa einfaldar og aðgengilegar leiðir til að nýta listgreinar sem hluta af fjölbreyttri og eflandi skólastarfsemi.